Hvar er hornið?

11. september 2009

Þessi hestur stóð við Steinsmýravötn mánudaginn 17. ágúst 2009. Rigningarskýin á bakvið hestinn eru yfir Kirkjubæjarklaustri en það var heiðskírt yfir Steinsmýravötnum allan daginn. Yndislegur dagur.

ÁramótabrennaNaómí Alda stendur við hlið vinkvenna sinna og horfir á brennuna.

Snúður

26. ágúst 2008

Það kom hvolpur á heimilið í janúar síðastliðinn. Hann er af tegundinni standard poodle eða kóngapúðli. Hann er fæddur 31. október 2007 og er því að nálgast 10 mánaða aldur.

Kattarleysi

4. júní 2007

Kirkjubæjarklaustur er sannkölluð paradís fyrir fugla og mýs þar sem enginn köttur er á Klaustri. Þessa mynd tók ég fyrir ári síðan. Það er reyndar allt of mikið af músum hérna og þær eru svo óhræddar að þær skokka bara í rólegheitum framhjá manni í matarleit. Þær hafa ekki enn komist inn í húsið. (Við höfum að minnsta kosti ekki orðið var við það). Við höfum sett músagildrur þar sem við óttumst að þær komist mögulega inn. En spurningin er hvort að kisa sé ekki besta músagildran! En þá fara fuglarnir :-(

Gömul myndavél

29. maí 2007

Og gamlar bækur. Ekki lengur í notkun.

Hvítasunnudagur

29. maí 2007

Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.

DODGE merkið ennþá skínandi fallegt.

Mótorkross á Klaustri

26. maí 2007

Fórum öll fjölskyldan að sjá mótorkrosskeppnina. Það voru um 800 hjól á svæðinu og 400 hjól voru ræst á sama tími. Yfirþyrmandi hávaði!! Náði nokkrum góðum myndum.

Skógarþröstur

26. maí 2007

Það er mikið fuglalíf (og reyndar líka músalíf) á Klaustri enda engir kettir.

Klausturmús

25. maí 2007

Það er yndislegt veður á Klaustri og mýsnar eru byrjaðar að baða sig í sólinni.