Spjall yfir tuggu eftir sauðburð.
24. maí 2007
Sauðburður náði hátindi sínum síðustu daga og fer senn að ljúka hjá flestum sauðfjárbændum. Þetta er mikill annartími og skiptir eðlilega miklu máli að vel gangi. Ég heimsótti nokkra bæi en þessa mynd tók ég hjá nágrönnum mínum. Ég hafði ekkert flass með mér en birtan var líka mjög sérstök svo ég reyndi að taka mynd án þess að vera með flass og því miður var ég ekki með þrífót. Hraðinn var ekki nema 1/30, en ég hafði iso á 800 ef ég man þetta rétt. Flestar myndirnar voru hreyfðar og er þetta eina myndin af svona 20 sem ég var ánægður með. Rólegheitar stemmning. Takið eftir lambinu sem liggur ofan á mömmu sinni.
24. maí 2007 kl. 17.49
Þetta er flott mynd. Gaman að sjá þig bloggandi líka!