Kattarleysi

4. júní 2007

Kirkjubæjarklaustur er sannkölluð paradís fyrir fugla og mýs þar sem enginn köttur er á Klaustri. Þessa mynd tók ég fyrir ári síðan. Það er reyndar allt of mikið af músum hérna og þær eru svo óhræddar að þær skokka bara í rólegheitum framhjá manni í matarleit. Þær hafa ekki enn komist inn í húsið. (Við höfum að minnsta kosti ekki orðið var við það). Við höfum sett músagildrur þar sem við óttumst að þær komist mögulega inn. En spurningin er hvort að kisa sé ekki besta músagildran! En þá fara fuglarnir :-(Lokað er fyrir ummæli.