Var að glugga í mbl.is og las m.a. þetta: Ný rikisstjórn tekin við völdum.
Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, sagði í tilefni dagsins að nú hafi ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi lagt á djúpið í því herrans nafni „með einlægan samstarfsvilja sem byr í okkar segl“.

Opinberun

24. maí 2007

Fegurð náttúrunnar getur verið stórfengleg.

Ferming

24. maí 2007

Ferming í Hallgrímskirkju.

Þessi mynd var tekin fyrir 3 árum vestur í Haukadal í Dalasýlsu.

Hundur óskast!

24. maí 2007

Okkur langar í hund. Þessi tík heitir Lísa og er mjög svo vinarleg. Starfar við að smala saman ferðamönnum fyrir vestan. ;-)

Fjölskyldan hefur eignast eina gimbur sem fékk það virðulega nafn Panda. Spurningin er: Getur maður kallað sig sauðfjárbónda með aðeins eitt lamb? ;-)

Píslarganga

24. maí 2007

Farin var píslarganga á föstudaginn langa sl. frá Hunkubökkum að Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar.

Spjall yfir tuggu eftir sauðburð.

Sauðburður náði hátindi sínum síðustu daga og fer senn að ljúka hjá flestum sauðfjárbændum. Þetta er mikill annartími og skiptir eðlilega miklu máli að vel gangi. Ég heimsótti nokkra bæi en þessa mynd tók ég hjá nágrönnum mínum. Ég hafði ekkert flass með mér en birtan var líka mjög sérstök svo ég reyndi að taka mynd án þess að vera með flass og því miður var ég ekki með þrífót. Hraðinn var ekki nema 1/30, en ég hafði iso á 800 ef ég man þetta rétt. Flestar myndirnar voru hreyfðar og er þetta eina myndin af svona 20 sem ég var ánægður með. Rólegheitar stemmning. Takið eftir lambinu sem liggur ofan á mömmu sinni. :-)

Kirkjurnar � PrestakallinuKirkjubæjarklaustursprestakall. Þetta er frekar langt nafn á prestakalli. Enda hef ég verið að velta því fyrir mér að setja upp skilti við innkeyrsluna að prestsbústaðnum þar sem á stæði Prestsbústaður Kirkjubæjarklaustursprestakalls. Gæti vakið jafn mikla lukku og löngu nöfnin í Whales. Myndin hér fyrir ofan er af kirkjum prestakallsins, bænhúsinu á Núpsstað og Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Smellið á myndina ef þið viljið skoðana betur.